Evrópuleikur á Þórsvelli
Þór/KA tekur á móti rússneska liðinu Zorkij í 32-liða úrslitum Meistarardeildar kvenna í knattspyrnu í dag. Leikið verður á Þórsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00. Þetta er fyrri leikurinn af tveimur en liðin mætast öðru sinni í Rússlandi eftir viku. Þór/KA hefur einu sinni áður leikið í Meistaradeildinni en það var árið 2011 er liðið mætti þýska stórliðinu Turbine Potsdam og þurfti að lúta í lægra haldi. Akureyrsku stúlkurnar eru nú reynslunni ríkari og er fólk hvatt til að mæta á völlinn og hvetja liðið til dáða.