Emil í Kattholti fimmtugur

Freyvangsleikhúsið í Eyjafjarðarsveit æfir nú af kappi fjölskylduleikritið Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren. Þarna er um að ræða leikgerð sem ekki hefur verið sýnd áður hér á landi eftir Sören Dahl og Anders Baggesen, tónlistin er eftir Sören Dahl og Georg Rydell. Þýðandi leiktexta er Guðjón Ólafsson en söngtexta Hallmundur Kristinsson og gerir hann einnig leikmynd.

Í ár eru 50 ár síðan fyrsta bókin kom út um Emil og strákapör hans.

Nýjast