Bleikir dagar á Akureyri

Innkaupapokarnir góðu eru auðvitað bleikir/mynd Þórhallur Jónsson
Innkaupapokarnir góðu eru auðvitað bleikir/mynd Þórhallur Jónsson

Dömulegir dekurdagar á Akureyri hafa tekið höndum saman við Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis, sem felst  m.a. í sölu á handþrykktum innkaupapokum er seldir verða til styrktar félaginu. Það var grafíski hönnuðurinn Bryndís Óskarsdóttir sem hannaði munstrið en listakonur frá vinnustofunni 10AN í Gilinu á Akureyri í samstarfi við kennara og nemendur Listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri sáu um að handþrykkja á pokana. Fjöldi bygginga hefur tekið á sig bleikan blæ í tengslum við bleikan októbermánuð Krabbameinsfélagsins og má sem dæmi nefna Ráðhúsið, Glerárkirkja, Samkomuhúsið, Landsbankinn og Glerártorg.

Nýjast