Bærinn unir dómi
Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar hefur ákveðið að una niðurstöðu dóms um að bærinn skuli greiða verktakafyrirtækinu Eykt 12 milljónir króna í skaðabætur auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Bærinn bauð út byggingu íþróttamiðstöðvar við Giljaskóla og var ákveðið að segja við SS-Byggi um verkið. Eykt taldi sig eiga lægsta tilboðið og kærði málið í kjölfarið til héraðsdóms. Í niðurstöðu dómsins segir að Fasteignum Akureyrarbæjajar hafi í raun borið að ganga til samninga við Eykt um verkið.