Áskell Örn á heimsmeistaramót öldunga
Áskell Örn Kárason í Skákfélagi Akureyrar keppir á heimsmeistaramóti öldunga í skák sem fram fer í Króatíu í næsta mánuði.
Áskell hafnaði í 2.-3. sæti á Norðurlandamóti öldunga nýverið ásamt Friðriki Ólafssyni og í framhaldi af þeim góða árangri fékk Áskell boð um þátttöku á heimsmeistaramótinu. Félagsmenn Skákfélags Akureyrar láta að sér kveða í fleiri aldursflokkum. Þeir Jón Kristinn Þorgeirsson og Mikael Jóhann Karlsson munu taka þátt í Evrópumóti ungmenna sem hefst í Svartfjallalandi 28. september nk. Jón er núverandi Íslandsmeistari í flokki 14 ára og Mikael varð í 2. sæti á Unglingameistaramóti Íslands á síðasta ári.