69 þúsund undirskriftir afhentar í dag
Í hádeginu mun Hjartað í Vatnsmýri afhenda Jóni Gnarr borgarstjóra fjölmennustu áskorun til stjórnvalda frá upphafi sem rúmlega 69.000 manns hafa skrifað undir á vefnum lending.is og á undirskriftalistum um land allt. Afhendingin fer fram í anddyri Ráðhúss Reykjavíkur.
Áskorunin hljóðar svo:
Við leggjumst gegn þeim áformum að flugvallarstarfsemi víki úr Vatnsmýrinni og skorum á Reykjavíkurborg og Alþingi að tryggja öllum landsmönnum óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri til framtíðar.