Bók fyrir fólk sem með íslensku sem annað mál

    kristingu þri 30.jan
    Finnst þér leiðinlegt að skilja ekki, þegar heimamenn tala of hratt eða segja gömul íslensk orð? Þótt þú sért búin að taka öll íslenskunámskeiðin? Þorir þú ekki að spyrja um orðin sem fallbeygjast? Það er ekkert til að skammast sín fyrir.

    Langar þig að læra meira í íslensku og veist ekki hvert þú átt að snúa þér í því?
    Tólf lyklar er ekki skáldsaga í fullri lengd, heldur bók með 12 stuttum, skemmtilegum og sjálfstæðum sögum úr ýmsum áttum.

    Fólk þarf engar áhyggjur að hafa, því erfið orð, spakmæli og orðasambönd eru útskýrð með tilvísunum á einfaldri íslensku. Auk þess sem ein handteiknuð mynd fylgir með hverri sögu sem styður við tilvísanirnar.

    Sérfræðingar innan skólakerfisins og kona af erlendum uppruna, sem hefur búið hér á landi síðan 1995 aðstoðuðu við gerð bókarinnar og komu með ábendingar. Konan segist hafa lært meira í tungumálinu við lestur bókarinnar.

    Bókin kostar 3800kr.

    Hægt er að panta í gegnum netfangið: bookskb20@gmail.com

    www.facebook.com/Bók-fyrir-fólk-af-erlendum-uppruna-696197564146094

    Smelltu á myndirnar til að sjá stærri útgáfu