Fréttir

Björgunarsveitir sóttu vélsleðamann við Húsavík

Rétt upp úr klukkan 14 í dag voru björgunarsveitir á Húsavík og Aðaldal kallaðar út vegna vélsleðaslyss við Nykurtjörn við Húsavík

Lesa meira

Tillaga að breytingum á innilaug Sundlaugar Akureyrar

Lögð hefur verið fram tillaga að innan- og utanhúss breytingum og endurbótum á innisundlauginni í Sundlaug Akureyrar.

Meðal breytinga sem fram kom í tillögu frá Ágústi Hafsteinssyni arkitekt er að  sagði verði niður úr öllum gluggum á austurveggnum. Svæðið undir núverandi útigöngubrú er afmarkað með glervegg og nýtt gólf steypt. Þá verði steyptur er nýr rampur fyrir fatlaða í nýtt stækkað svæði undir núverandi útigöngubrú. Einnig verði steypt upp í núverandi hurðargat inn í spennistöð sunnan við sundlaugarsal og nýtt hurðargat er sagað á austurhlið spennistöðvar.  Komið verði fyrir nýjum útitröppum meðfram austurhlið.

Lesa meira

Enginn sótti um lóð á Jaðarsvelli

Það kom fram á fundi skipulagsráðs í gær miðvikudag að enginn hafi gert tilboð í byggingarrétt á hóteli á Jaðarsvelli en frestur var til 13. mars s.l.  Átta aðilar náðu í útboðsgögn.

Lesa meira

Tónlistarhátíðin HnoðRi hefur göngu sína á Húsavík um páskana

Er ekki kominn tími á að brjóta aðeins upp normið hérna í fallega bænum okkar? Spyr Einar Óli Ólafsson, tónlistarmaður á Húsavík og listamaður Norðurþings. Hann stendur fremst í brúnni um þessar mundir við að skipuleggja tónlistarhátíð um páskana sem hann vonast til að verði að árlegum viðburði.

Lesa meira

ÚA var lengi með starfsemi í þekktum húsum í miðbæ Akureyrar

Saga Útgerðarfélags Akureyringa er athyglisverð fyrir margra hluta sakir og samofin atvinnulífi Akureyrar, enda félagið frá stofnun stór vinnuveitandi í bænum.

Lesa meira

Breytingar á gjaldskrá leikskóla á Akureyri

 Vísbendingar eru um að breytingar sem gerðar voru á gjaldskrá leikskóla og afsláttargjöldum um síðastliðin áramót hafi jákvæð áhrif á skólastarfið.

Lesa meira

Sérnám í hjúkrun við SAk

Leiðsagnarár til sérfræðiviðurkenningar eða „sérnám“ í hjúkrun er nú í boði árlega á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Markmið sérnáms er að hjúkrunarfræðingar fái tækifæri til að þróa sérfræðiþekkingu á ákveðnu klínísku fræðasviði sem nýtist skjólstæðingum SAk. Að því tilefni skrifuðu tveir hjúkrunarfræðingar ásamt deildarstjórum, fræðslustjóra SAk og framkvæmdastjóra hjúkrunar undir samning á dögunum um að hefja sitt sérnám við SAk.

Lesa meira

NÝR ÞÁTTUR Í HLAÐVARPI HEILSU- OG SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTUNNAR

Það er  Júlía Margrét Rúnardóttir félagsráðgjafi sem er gestur þáttarins að þessu sinni  og fjallar hún um stjúpfjölskyldur.

 

Lesa meira

PAPPAMANIA - Sýning gestalistamanns Gilsfélagsins Donats Prekorogja

Gestalistamaður Gilfélagsinns í mars Donat Prekorogja sýnir í Deiglunni á Akureyri, sal Gilfélagsinns. Sýningin opnar kl.17 á skírdag, fimmtudaginn 28. mars og er einungis opin þennan eina dag.

Lesa meira

KA vann bæjarslaginn

KA vann Þór í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins 6-5 eftir vítaspyrnukeppni.  Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið tvískiptur, Þór  yfirspilaði  KA í fyrri hálfleik og uppskáru tvö mörk sem Sigfús Fannar Gunnarsson og Aron Ingi Magnússon skoruðu og fóru því með verðskuildaða forustu í hálfleik.

Lesa meira