Fréttir

Banaslys í Eyjafjarðarsveit

Alvarlegt umferðarslys varð á Eyjafjarðabraut eystri , skammt norðan við Laugaland skömmu eftir kl. 13:00 í dag.

Þarna hafði bíll lent út af og voru tveir aðilar sem í honum voru úrskurðaðir látnir á vettvangi.

Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og er hún á frumstigi og ekki frekari upplýsingar að hafa að sinni.

Lesa meira

Umferðarslys á Eyjafjarðarbraut eystri

Alvarlegt umferðarslys varð á Eyjafjarðabraut eystri , skammt norðan við Laugaland skömmu eftir kl. 13:00 í dag. Þarna hafði bíll lent út af og í honum voru tveir aðilar. 


Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir á vettvangi og getur lögreglan ekki veitt frekari upplýsingar á þessu stigi málsins.

Lesa meira

Kirkjutröppurnar og gangstétt í Listagilinu

Framkvæmdir við kirkjutröppurnar eru hafnar að nýju eftir talsvert hlé og er búið að byggja yfir neðsta hluta trappanna, en þar er verið að vinna í húsnæði sem er undir  tröppunum. Að því loknu verður hægt að hefja vinnu við sjálfar kirkjutröppurnar, þeirri vinnu hefur seinkað m.a. sökum þess að erfiðlega gekk að fá verktaka í verkefnið og það var umfangsmeira en var ráð fyrir gert.

Lesa meira

Hefur allt sem þarf

Fyrstu kynni mín af Höllu Tómasdóttur voru í tengslum við vinnustað þar sem hún kom einn dag og ræddi við hópinn. Þessi dagur breytti svolítið lífi mínu því þarna uppgötvaði ég í raun hvernig ég get tekið stjórn á eigin lífi.

Halla varpaði á skjá mynd af vatnsglasi sem í var vökvi um það bil að miðju glasi. Hún talaði um viðhorf okkar og hvernig við tökumst á við það sem lífið færir okkur.

Lesa meira

Söngveisla í Glerárkirkju á sumardaginn fyrsta

Tíunda kóramót eldri borgara á Norðurlandi fer fram á morgun sumardaginn fyrsta. Fyrsta kóramót eldri borgara var haldið á Húsavík á lokadaginn 11 maí 2002 með þátttöku fimm kóra sem komu frá Húsavík, Akureyri, Dalvík, og Hrísey, Siglufirði og  Skagafirði.

Lesa meira

Samherji og Ice Fresh Seafood á stærstu sjávarútvegssýningu heims

Alþjóðlega sjávarútvegssýningin Seafood Expo Global í Barcelona á Spáni opnaði í gær, 23. apríl. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum á sviði veiða, vinnslu og sölu sjávarafurða.

Samherji og Ice Fresh Seafood eru að venju með stóran og vel útbúinn bás, þar sem tekið er á móti gestum frá öllum heimshlutum og afurðir kynntar. Ice Fresh Seafood sér um að selja afurðir Samherja og fleiri fyrirtækja.

Lesa meira

Himinhátt innanlandsflug

Í samtölum mínum við fólk af landsbyggðinni um samgöngur og flug heyrist sífellt háværari umræða um hækkandi verð á flugferðum innanlands. Íbúum landsbyggðarinnar er orðið tíðrætt um að ekki fyrir svo löngu hafi það frekar borgað sig að keyra milli Akureyrar og Reykjavíkur ef þrír voru í bílnum. Í dag þurfi ekki einu sinni að hugsa sig um hvort eigi að keyra eða fljúga, jafnvel þó að Loftbrúin sé notuð og  einungis einn sé á ferð. Fólk grínast með að það sé ódýrara að millilenda í London á leið sinni til Reykjavíkur, en það er sorgleg staðreynd að það er ekkert grín.

Lesa meira

Sumardagurinn fyrsti í Sigurhæðum klukkan 13

Ferskustu listamennirnir í Pastel ritröð kynna verk sín:
Nr. 37: Þorbjörg Þóroddsdóttir: Vögguvísuatómapar.
Nr. 36: Egill Logi Jónasson: Hohner mér vel.
Egill Logi aka Drengurinn fengurinn er tónlistar- og myndlistarmaður. Hann starfar á Akureyri og er hluti af listhópnum Kaktus.
Þorbjörg Þóroddsdóttir er 19 ára ungskáld frá Akureyri. Hún varð stúdent frá MA í fyrra, stundaði nám við lýðháskóla á Jótlandi í haust og vinnur nú á leikskóla. Hún hefur unnið til þrennra verðlauna í ritlistarsamkeppni Ungskálda.

Lesa meira

Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir skipuð rektor Háskólans á Akureyri

Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir hefur verið skipuð sem rektor Háskólans á Akureyri frá og með 1. júlí næstkomandi. Skipan Áslaugar er samkvæmt ákvörðun Háskólaráðs frá 2. apríl síðastliðnum um að tilnefna hana sem næsta rektor skólans. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra samþykkti tillöguna og tekur Áslaug við rektorsstöðunni 1. júlí næstkomandi. Alls bárust fimm umsóknir um embættið en skipað er til fimm ára.

Lesa meira

Syngjandi sumarsveifla í Laugarborg

Að kvöldi síðasta vetrardags býður Kirkjukór Grundarsóknar í Eyjafjarðasveit til tónlistarveislu í Laugarborg þar sem sannarlega verður syngjandi sumarsveifla í aðalhlutverki.

Lesa meira