Stórtap hjá SA

Eldri mynd úr safni
Eldri mynd úr safni

Íslands­meist­ararnir í Skauta­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar (SA) steinlágu fyrir Esju í gærkvöld á Íslands­mót­inu í ís­hokkí karla, 6-0. Leikurinn fór fram í Skauta­höll­inni í Laug­ar­dal.

Esja vann leik­hlut­ana þrjá 1:0, 2:0 og 3:0.

Björn Sig­urðar­son átti stór­leik í liði Esju og skoraði fimm af sex mörk­um liðsins. Hann kom liðinu í 4:0 og lokaði leikn­um fyr­ir Esju en fimmta mark leiks­ins skoraði Ólaf­ur Björns­son.

Staðan í Hertz-deild­inni er þannig að  Esja er efst með 26 stig, þá kemur Björn­inn með 16 stig, SA í þriðja sæti með 14 stig og loks SR með 10 stig.


Athugasemdir

Nýjast