
Gjörgæslan er meira en vinna - þetta verður hluti af okkur og lífi okkar
„Þú veist aldrei hvernig dagurinn verður,“ segir Ásdís Skúladóttir, gjörgæsluhjúkrunarfræðingur á SAk, þegar hún lýsir starfinu sínu. „Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt og verkefnin eru síbreytileg. Þetta starf heldur manni á tánum – og það er einmitt það sem heillar.“