Verkefnastjóri/meðferðaraðili Píeta samtökunum
-
Verkefnastjóri/meðferðaraðili hjá Píeta Akureyri
Verkefnastjóri/meðferðaraðili sinnir meðferðarstarfi og hefur yfirumsjón með þjónustu Píeta á Akureyri. Við leitum að verkefnastjóra/meðferðaraðila sem hefur reynslu af meðferðarvinnu vegna sálræns vanda; sálfræðingi, geðhjúkrunarfræðingi, félagsráðgjafa eða iðjuþjálfa.
Helstu verkefni og ábyrgð
Áhættumat í ljósi sjálfsvígshættu og/ eða sjálfskaða. Mat á geðrænum vanda. Einstaklings- og hópmeðferð. Verkefnastjóri/meðferðaraðili kemur að og hefur yfirsýn yfir skipulagningu faglega starfsins á starfsstöðinni og þróun þjónustunnar þar. Hann ber ábyrgð á að framfylgja faglegri stefnu samtakanna og heldur utan um daglegt starf og rekstur starfstöðvar. Hann hefur yfirumsjón með kynningum og viðburðum á vegum samtakanna á Norðurlandi. Verkefnastjóri/meðferðaraðili starfar í nánu samstarfi við aðra meðferðaraðila Píeta á Akureyri, fagstjóra og framkvæmdastjóra Píeta.
Menntunar- og hæfniskröfur
Starfsleyfi frá Landlæknisembættinu
Þekking og reynsla af mati á gerænum vanda
Þekking og reynsla af gagnreyndum aðferðum; HAM og DAM
Reynsla af meðferðarvinnu í tengslum við sjálfsvígshættu og sjálfskaða er æskileg.
Hæfni til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði
Reynsla af vinnu í þverfaglegum teymum æskileg
Góð íslensku- og ensku kunnátta
Starfshlutfall er 50 - 100% eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 18. júlí 2022
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi auk kynningarbréfs. Öllum umsóknum verður svarað.
Hjá Píeta samtökunum á Akureyri starfar sálfræðingur í 50% starfi og ráðgjafi sem sinnir aðstandendum og syrgjendum.
Nánari upplýsingar veita Þórunn Finnsdóttir fagstjóri Píeta í síma 8625386 tölvupóstfang thorunn@pieta.is og Kristín Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Píeta í síma 6630995 tölvupóstfang kristino@pieta.is