Íbúð til Leigu

  Pc010101 lau 17.júl
  Íbúð til leigu í Vestursíðu á Akureyri
  Falleg og björt 3 herbergja íbúð til leigu í fjölskylduvænu umhverfi á Akureyri.
  Íbúðin er 74 fm2 og skiptist í 2 svefnherbergi, stofu og eldhús í opnu rými og baðherbergi með sturtu og baðkari. Íbúðin er rúmgóð, hjónaherberginu fylgir stór fataskápur og hægindastóll, auka herberginu fylgir fataskápur og skrifborð ásamt bókahillum, við höfum notað þetta rými sem skrifstofu en tæki sig vel út sem barnaherbergi.
  Stofan er björt með fallegu útsýni upp á Súlur og hlíðarfjall, stórir gluggar og gardínur fylgja.
  Hægt er að komast út í stórann garð án þess að fara út á bílastæðið og þar er fólk með trampolín og alls konar skemmtilegt fyrir krakkana. Langt er í götur frá garðinum.
  Blokkin er nýuppgerð að utan, nýmáluð og einnig var stigagangurinn teppalagður fyrir stuttu, yndislegir nágrannar, mikið af fjölskyldufólki.
  Stórar svalir vísa í suður og er oftar en ekki skjólgott og sólbjart og fylgja húsgögn með á svalirnar; legubekkur, borð og stólar og grill (með þeim skilyrðum að það sé fært í geymslu yfir veturinn )
  Með íbúðinni fylgir uppþvottavél, rúmbotn með geymsluplássi, bókahillur og einn sófi.
  Það er pláss fyrir þvottavél og þurrkara inni á baðherberginu en einnig er sameiginleg þvottaaðstaða fyrir stigaganginn á hæðinni fyrir neðan.
  Það er hjólageymsla með góðu aðgengi þar sem hægt er að geyma reiðhjól, barnavagna ofl.
  Einunigs rólegir, reglusamir einstaklingar koma til greina og viljum við allra helst fjölskyldufólk eða ungt par.
  Kettir eru leyfðir í íbúðinni. Þarf að athuga með hunda en það er alls ekki útilokað af okkar hálfu, bara að fá samþykki frá öllum öðrum.
  Langtíma leigu er um að ræða og er íbúðinn laus 1.sept
  Leiga á mánuði er 200.000 kr
  2 mánuðurinn fyrirfram má vera sem bankaábyrgð
  Auðvitað verður þetta þinglýstur leigusamningur og fólk getur sótt sitt rétt með húsaleigubætur


  hægt að senda mail á arongh@gmail.com (eða haft samband í síma 7878783