Íbúð til leigu

  karenbjork mán 18.maí
  Til leigu nýleg og falleg tveggja herbergja íbúð í Davíðshaga 4 á Akureyri. Íbúðin er staðsett á annari hæð og er 60,1 m2 ásamt geymslu í sameign. Lyfta er í blokkinni.

  Leiguverð er 160.000 á mánuði og fylgir vísitölu neysluverðs. Leigan er án rafmagns en innifalið er hiti og hússjóður.

  Gæludýr eru ekki leyfð í blokkinni og koma aðeins reyklausir og reglusamir einstaklingar til greina.

  Um er að ræða ótímabundinn leigusamning með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Krafist er bankatryggingar sem nemur þremur mánuðum í leigu.

  Íbúðin er laus 1. september.

  Áhugasamir hafi samband í gegnum netfangið jadarfasteignir@gmail.com