Aðstoðarkona óskast á Akureyri

  SMÓ-NPA þri 26.apr
  Aðstoðarkona óskast í sumarafleysingar með möguleika á áframhaldandi ráðningu

  Ég er að leita að persónulegri aðstoðarkonu í fullt starf eða hlutastarf í sumarafleysingar í frá miðjum maí á Akureyri með möguleika á framtíðarstarfi

  Ég er 27 ára kona með mænuskaða og nota því hjólastól. Starfið felst í að aðstoða mig með hvað sem er, hvert sem ég fer. Hvort sem er heima, við nám, vinnu eða félagslíf. Dagarnir eru fjölbreyttir og skemmtilegir. Ég er í meistaranámi í kennslufræðum við Háskólann á Akureyri og hef gaman af söngleikjum, bíómyndum og ferðalögum.

  Ég þarf aðstoðarkonur sem geta unnið á breytilegum vöktum, alla daga vikunnar. Aðstoðarkonur mínar skulu vera 20 ára og eldri. Reynsla af starfi með fötluðu fólki er ekki nauðsynleg.

  Um er að ræða vaktavinnu (dag-, kvöld-, og einstaka næturvaktir) alla daga vikunnar. Laun eru greidd samkvæmt sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar og stéttarfélagsins Eflingar. Starfið byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og NPA, hægt er lesa meira um það á vef NPA miðstöðvarinnar: www.npa.is

  Umsækjandi þarf að vera líkamlega hraust, reyklaus, með bílpróf og hreint sakavottorð.

  Hún þarf að eiga auðvelt með að taka leiðsögn og draga sig í hlé. Í starfi sem þessu er traust, virðing, jákvæðni, þolinmæði, og stundvísi mikilvægir kostir.

  Fyrirspurnir eða umsóknir má senda á sigrunmaria94@gmail.com.

  Umsóknarfrestur er til 5 maí.