Fréttir

Þrír dæmi­gerðir dagar skemmti­ferða­skipafar­þega í júlí

Sú jákvæða þróun hefur átt sér stað undanfarin misseri að fjölgun hefur orðið á ferðum skemmtiferðaskipa hingað til lands. Frá sjónarhóli efnahagslífs, mannlífs og náttúru þetta afar jákvæð þróun, þá ekki aðeins vegna þess að skipin bæta mikilvægri gátt við samgönguleiðir til Íslands, heldur einnig vegna þess að engum hluta ferðaþjónustu er eins vel stýrt m.t.t. álags á innviði, náttúru og menningu.

Lesa meira

Hraðamælingar og þau nelgdu.

 

Lögreglan á Norðurlandi eystra hvetur þá sem ökumenn sem eiga það eftir, að huga að dekkjaskiptum, að skipta út nagladekkjunum sem fyrst! ❌❌

Í ljósi veðurspár næstu daga er algjör óþarfi að vera á nagladekkjum núna. Við höfum skilning á því að það er háannatími hjá dekkjaverkstæðum á svæðinu um þessar mundir, en ítrekum þó hér með að ökumenn beri ábyrgð á því hvernig bifreið sem þeir aka sé útbúin 

Með hækkandi sól hefur talsvert borið á hraðakstri á svæðinu og því vill lögreglan beina þeim tilmælum til ökumanna að þeir flýti sér hægt. Nú er mikið af nýjum vegfarendum í umferðinni, m.a. á reiðhjólum og bifhjólum, og því afar mikilvægt að sýna aðgæslu. Sérstaklega er viðbúið að reiðhjólamenn verði áberandi í umdæminu næstu vikurnarnar og mánuði. Sem fyrr er nauðsynlegt að allir í umferðinni sýni tillitssemi því þá gengur allt betur og öruggar fyrir sig.

Þá upplýsist það einnig hér með að lögreglumenn hjá embættinu munu næstu daga, sem og í allt sumar, halda uppi öflugu hraðaeftirliti hvort sem það er innanbæjar eða utan þéttbýlis. 🚨🚔

Góða helgi ☀️

Lesa meira

Bóngóður sjálfboðaliði heiðraður

Gunnar Frímannsson sjálfboðaliði Eyjafjarðardeildar fékk heiðursviðurkenningu sjálfboðaliða á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi fyrr í þessum mánuði. „Gunnar er jákvæður, traustur og afar bóngóður sjálfboðaliði,“ segir í umsögn um hann.

Lesa meira

Bjarmahlíð, þjónustumiðstöð hefur verið starfrækt í 5 ár

„Bjarmahlíð er rekin með styrkjum en óskastaðan er sú að komast á fjárlög en þannig mætti nýta tíma sem fer í að eltast við peninga í reksturinn til að auka þjónustuna enn frekar,“ segir Kristín Snorradóttir teymisstjóri hjá Bjarmahlíð, þolendamiðstöð á Akureyri. Fimm ár eru um þessar mundir frá því starfsemin hófst og var tímamótanna minnst með afmælishófi á Múlabergi í gær, miðvikudag.

Lesa meira

Borgarhólsskóli fór með sigur af hólmi í Fiðringi

Fiðringur á Norðurlandi var haldinn í Hofi þriðja sinn í gærkvöldi, 8. maí. Tíu skólar af Norðurlandi tóku þátt í ár og sýndu  afrakstur vinnu sinnar

Lesa meira

„Sjávarútvegurinn er á undan stjórnvöldum í innleiðingu umhverfisvænnar tækni“

Hákon Þröstur Guðmundsson útgerðarstjóri Samherja var endurkjörinn í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi ( SFS) á ársfundi samtakanna sem haldinn var 3. mai s.l.

Hákon Þröstur þekkir vel til starfsemi SFS, var í stjórn 2019 – 2020 og samfellt frá 2022. Hann er menntaður skipstjórnarmaður og var í liðlega tvo áratugi skipstjóri á skipum Samherja, síðustu sautján árin hefur hann hins vegar starfað á útgerðarsviði félagsins.

Lesa meira

Þjónustunefnd AA leitar að framtíðarhúsnæði

Brýnt er að ráðast í gagngerar endurbætur á húsinu að Strandgötu 21 þar sem AA-samtökin á Akureyri hafa haft aðstöðu sína um langt árabil.

Lesa meira

Hitaveitur þarfnast athygli

Norðurorka rekur hitaveitu í Ólafsfirði og Reykjaveitu í Fnjóskadal auk hitaveitu á Akureyri og nágrannabyggðum. Þær veitur þarfnast athygli að því er fram kom í máli Eyþórs Björnsson forstjóra Norðurorku á aðalfundi félagsins.

Lesa meira

Hængsmenn afhentu bíl og héldu Hængsmót

Lionsklúbburinn Hængur á Akureyri hélt um liðna helgi  árlegt Hængsmót fyrir fatlaða í 41. Skipti. Mótið fór fram í Íþróttahöllinni og í ár var keppt í boccia en mótið var auk þess Íslandsmót í greininni.

Lesa meira

Sýning ársins 2024 opnuð á Sigurhæðum

Á mæðradaginn, sunnudaginn 12. maí klukkan 13
 opnar Sýning ársins 2024 í Menningarhúsi í Sigurhæðum á Akureyri. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, flytur ávarp á opnuninni. Húsið verður opið til klukkan 17 þennan sunnudag og það verður líka hægt að líta inn á vinnustofur listafólks, hönnuða og hugsuða á annarri hæð Sigurhæða.

Lesa meira